Færsluflokkur: Tónlist

Matador hagsæld

Matador

Hagsældin hélendis er sumpart vegna okurs á hvort öðru samanber BicMac vísitalan sem var í fréttum í síðustu viku.  Við búum við hæsta matarverð í Evrópu og líklega allri veröldinni, knúinni sérhagsmunaöflum og opinberri neyslustýringu.  Þetta ofurverð fjármögnum við svo með lánum, veðsettu í húsum sem eru á tvöföldu kostnaðarverði þar sem land er nóg, borgum svo ofurvexti fyrir okurneysluna.  Til að bæta gráu ofan á svart þá belgjum við út Ríkisbáknið sem svo sogar til sín vinnuafl með tilheyrandi launaskriði og aukinni skattheimtu til að ala megi Púkann.  Innlendur iðnaður leggst af eða flýr landi brott og ný fyrirtæki og heimili þurfa að glíma við verðbólguna með ofurvöxtum og hæsta verðlagi innan OECD.  Þjóðin er í sjálfheldu arfavitlausrar hagstjórnar og forsjárhyggju undanfaraáratuga.  En það er hægt að bretta upp ermarnar og vinda ofan af vandanum og best væri að að bræða niður Rríkisbáknið því líkt og BigMac þá eigum við líka met ríkisrekstri, þ.e. með flesta starfsmenn hjá Ríki og Sveit.  Tillaga af byrjun:  Einn Seðlabankastjóra frekar en þrjá, einn sendiherra á sendiráð, einn bónda á þúsund rollur og svo koll af kolli þar til Púkinn á Ríkisbitanum hefur náð réttu holdafari.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband