12.4.2010 | 16:29
Segðu af þér Bjarni og taktu Þorgerði með þér.
Fólkið sem er í forystu stjórnmálaafls einsog Sjálfstæðisflokknum og flækist innaní lánastarfsemi bankanna ætti að hafa siðferði til þess að segja af sér og biðjast afsökunar. Trúverðugleikinn er löngu farinn af leiðtogum Sjálfstæðisflokksins og skýrsla rannsóknarnefndarinnar tekur þar af allan vafa. Fólk sem er svona samtvinnað inní fjárreiður bankanna getur ekki tekið skynsamar og ígrundaðar ákvarðanir, þjóðinni til heilla.
Stjórnmálamenn rísi undir ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað hefur Bjarni gert af sér, stal hann einhverju, var hann að hrekkja þig, eða stendur hann ekki í skilum? Fyrir afbrot eru menn dæmdir, en ekki fyrir bull í flónum.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.