13.2.2007 | 21:03
Hvað var að gerast í löndunum í kringum okkur þá?
Mikið er þessi umræða um meðferð á börnum hérna áður fyrr nauðsynleg. Hvernig voru þessir hlutir í öðrum löndum á sama tíma? Hvað gerðu Norðmenn við börn sem áttu þýska feður meðan á hersetu þjóðverja stóð? Danir við þýsk flóttabörn? Svona mætti lengi telja. Vonandi getur þjóðin skoðað þessa hluti hlutlægt og átalið þá sem að þessum gjörðum stóðu. Skemmst er að minnast Geirfinnsmálsins og þess hvernig stjórnvöld hafa gengist við þeim mistökum til að ætla að mikið komi úr þeirri áttinni í formi iðrunar eða auðmjúkrar afsökunar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.