Skulda Íslendingar íslenskri náttúru mikið?

Og áfram með nýtingu náttúruauðlinda því það virðist vega þyngst á fólki þessa lands í dag.  Þau 1200 ár sem fólk hefur búið á þessari harðbýlu eyju gerðu menn ekki annað en að klára kjarr og þá litlu skóga sem landið átti.  Annað, fiskimið og jarðvinnslu, létu menn nánast í friði.  Ekki er hægt að segja að þjóðin hafi dafnað í þessu tillitsama sambandi sínu við landið og miðin og ekki fyrr en fólk fór að nýta fiskimið og fallvötn að almenn hagsæld hafi farið að stað.  Öll þessi vötn og ár fengu að fleyta í þúsund ár og hvergi í Evrópu hafði fólk það eins lélegt og hérna.  Núna getur þjóðin snúið þessu við og byggt virkjanir sem fjármagna neysluna og kannski ekki bókhaldslega rangt að segja að næg innistæða sé fyrir raskinu sökum 1200 ára hæværsku þeirra sem byggðu landið áður.  Þessu geta menn svo jafnað betur í bókhaldi með því að rækta skóga á móti stíflum og uppistöðulónum og þannig sagt að hvorutveggja sé verið að rukka gamla skuld og borga úttekt.  Við megum ekki gleyma að ef ekki er brætt ál með raforku þá er það gert með olíu sem margfalt eykur losun koltvíoxíðs á heimsvísu.  Álið í ofanálag léttir ökutæki sem síðan eyða minna eldsneyti og þannið koll af kolli.  Að virkja ekki íslensk vatnsföll er því ábyrgðarleysi gagnvart heildarlosun koltvíoxíds.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband