9.4.2007 | 14:09
Útskrifa fleiri
Hvers vegna þarf þjóðin að hlusta á þessar fyrirsagnir um skort á hjúkrunarfræðingum ár eftir ár? Hvað er þjóðin að útskrifa margar hjúkkur miðað við strjórnmálafræðinga? Í hvaða fagi eru hjúkrunarfræðinemar felldir? Hvar er sían? Hvers vegna er starfið ekki eftirsóknarverðara? Eru laun í samræmi við ábyrgð?
Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki kannski bara fjöldinn sem er vandamálið heldur það sem kemur uppúr launaumslaginu um hver mánaðarmót. Að ætlast til þess að hjúkrunarfræðingar vinni fyrir skitnar 220 þúsund krónur eftir 4 ára háskólanám er náttúrulega bara djók. Það er hægt að fá meira borgað fyrir að fylla á kók í Bónus!
Plató (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 14:14
Vandinn verður ekki leystur með því að utskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga, þvert a moti. Hingað til hefur verið akveðin takmörkun a því hversu margir fa að sigla þarna i gegn og er það goðs viti. Fari menn að slaka a i kröfunum verður það einungis til þess að utskrifaðir verða hjukrunarfræðingar sem ekki eru starfi sinu vaxnir. Vandinn verður aðeins leystur a einn hatt og hann er sa að hækka launin. Þa kæmu e.t.v. þær hjúkkur tilbaka inn a spitalann sem eru bunar að gefast upp á allt og mikilli abyrgð fyrir næstum ekki neitt.
Hjukka (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 15:21
Sammála öllum hér. Ekki slaka á kröfunum til þess eins að útskrifa fleiri, en launin þarf að hækka í samræmi við ábyrgð og vinnuálag
hjúkrunarfræðingur (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 22:02
Sían er tölfræði, kí- kvaðrat, Z-gildi og fleiri slík tölfræðihugtök. Praktískt fyrir hjúkrunarfræðinga sem fara í rannsóknartengt framhaldsnám og þetta ætti að kennast þar en fyrir þær sem fara að vinna á almennri deild þá er þetta það sem fellur fyrst í gleymsku enda ekki notað í almennri vinnu hjúkrunarfæðinga inn á deildum.
Stór hluti vandans er einnig að ótrúlega margir hjúkrunarfræðingar hverfa úr faginu það er fara að vinna við annað. SKýring? Mikið vinnuálag og krafa um mikla vaktavinnu t.d. fast önnur hver helgi og nokkuð margar næturvaktir í hverjum mánuði. Ekki sérlega fjölskylduvænt fyrir hjúkrunarfræðing með ung börn. Þegar til eru störf út á markaðnum með fjölskylduvænni vinnutíma og hærri laun þá er valið ekki erfitt.
ÞJ (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.