3.5.2007 | 08:40
Skjóta boðberann
Núna er reynt að færa umræðuna yfir á hvernig fréttamenn vinni vinnuna sína, ekki hvað okkar þjóðkjörnu fulltrúar eru að gera við valdið sem við veitum þeim með kosningu. Kastljós á heiður skilið fyrir að elta þetta mál uppi og upplýsa þjóðina um hvernig kjörnir ráðamenn fari frjálslega með það vald sem "VIÐ" veitum þeim. Það að láta sér detta í hug að reyna að koma umræðunni um skjóta veitingu á ríkisborgararétti í þann farveg hvernig fréttamenn vinni sína vinnu staðfestir frekar hroka og drambsemi fólksins sem á að vera að vinna fyrir okkur en ekki sig og sína. Vonandi launar þjóðin Framsókn uppskeruna í næstu viku í hlutfalli við afköst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.