10.5.2007 | 17:24
Bannað hérna
Snus er alveg svakalega vanabindandi. Ég hætti að reykja fyrir 10 árum og dreymi ennþá að ég sé að reykja og finnst lyktin í andyrum stofnana góð svo ekki sé talað um vindlalykt. Ég vinn mikið með Svíum og annar hver þeirra er með bólgna efri vör og heilsa manni meðan þeir skrúfa lok af snusdós. Ég hef oft fallið fyrir þessu og þarf að laga mig lengi á tyggjó hérna heima á eftir einungis fáa snuspúða. Held að þetta sé ekki góð hugmynd en skil ekki af hverju hérlendir framtaksmenn hafa ekki opnað klíník sem hjálpar fólki að hætta að reykja, gegn sanngjörnu gjaldi að sjálfsögðu.
Læknar hvetja tóbaksfíkla til að nota frekar snús en sígarettur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.