Kjördagur

Núna verður Sjálfstæðisflokkurinn að velja sér annan samstarfsaðila í næstu ríkisstjórn en spurning hvort það verður Steingrímur eða Ingibjörg.  Kannski væri það vænlegt fyrir þjóðina að Geir og Ingibjörg færu saman því frávik í stefnu þeirra eru ekki mikil að frátöldu Evrópumálinu sem auðveldlega er hægt að stinga undir stól.  Efnahagsmálin eru þungmiðja þessarar kosninga því þjóðin hefur það mjög gott þó gera megi betur við þá sem minna mega sín en vextir og hátt vöruverð þarf að koma niður til að bæta kjör landsmanna.  Landbúnaðarkerfi þjóðarinnar er það dýrasta í heimi og ekki að skila þjóðinni því tilbaka sem í kerfið er lagt og líklega má nota peningana betur innan heilbrgðiskerfisins þ.e. ekki nota heilbrigðismál sem byggðarbót.  Framsækni íslenskra viðskiptamanna hlýtur að verðskulda meira umtal í samfélaginu en hún fær.  Krafturinn í hinum íslensku framtaksmönnum er afleiðing opnunar hagkerfisins og inngöngu okkar í EES sem flestir flokkar lögðust gegn á sínum tíma en hefur sýnt sig að var alveg hárrétt ákvörðun á sínum tíma.  Innganga okkar í Schengen er hinsvegar furðuleg því hvers vegna þarf eyland að vera í landamærabandalagi?  Svo fara vonandi hægrimenn innan sjálfstæðisflokksins að skoða vísitölubindingu lána svo hægara sé að stjórna þenslu í hagkerfinu, lóðaframboði þannig að lóðir lækki og að síðustu, stimpilgjöld sem halda fólki í gíslingu lánastofnana.  Annars held ég að það sé bjart framundan í íslensku þjóðfélagi og vonandi fer þjóðin að skilja hugtakið "Trade off"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband