17.5.2007 | 00:41
Jafnvægi
Núna reynir á ábyrgð lánastofnana og skynsemi sveitastjórnarmanna að skapa jafnvægi milli lands og aðgengi fjár. Þjóðin má ekki gleyma þeirri staðreynd að unga fólkið okkar sem er að stofna fjölskyldu þarf að borga fáránlega vexti af alltof háu íbúðarverði. Í landi þar sem land er nóg ætti ekki nokkur sem er að erfa landið að borga offjár fyrir land og síðan ofurvexti til að halda uppi íslenskri krónu sem ekki er gægð af. Væri hérna eðlilegt markaðsumhverfi væri lóðarverð nánast frítt vegna gnægta lands en byggingarkostnaður ívið hærri þar sem aðföng koma langt að og vextir kannski rúmlega nágrannalöndin. Þannig ætti fasteignamarkaðurinn að vera en raunin er allt önnur og unga fólkið dregur vagninn og þeir sem komast í lóðir hirða hagnað umfram allt velsæmi.
Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæði hækkaði um 0,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.