6.2.2017 | 16:38
fullkomnlega rökrétt
þetta er fullkomnlega rökrétt. Leikvangur svartamarkaðarins er þrengdur þarna verulega og opinbert eftirlit gert markvissara. Furðulegt að fólki skuli finnast það skerðing á frelsi þegar stjórnmálamenn leita lausna til þess að allir komi að rekstri velferðarkerfisins.
Vill banna launagreiðslur í reiðufé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem allir geta ekki fengið kort, vantar traust hjá bönkunum, þá þyrfti ríkið að ganga í ábyrgð fyrir kortum þess fólks og annari misfærslu með kort sem fólk er þvingað til að nota. Bankarnir mundu græða vel á færslugjöldum og þeirri þjónustu. En þar sem flest stærri kaup eru nú þegar skráð og rekjanleg þá græddi ríkið ekkert á þessari framkvæmd. Eftir sem áður gætu þeir sem ætla svikið undan skatti. Þetta er því fullkomlega órökrétt, gagnslaust og aðeins til þess að auka hagnað banka og kostnað heimila.
Jós.T. (IP-tala skráð) 6.2.2017 kl. 17:04
Lífið finnur leið.
Það eru þegar margar hugmyndir komnar til þess að fara fram hjá þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2017 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.