1.6.2007 | 11:03
Sannir kapitalistar
Hvers vegna eru sumir Valhallarmenn ekki stoltir af dugnaði þessara hreinræktuðu kapitalista? Það er þversögn í því að boða frjálst markaðskerfi en leggja börn kerfisins í einelti?
Baugur þriðja stærst í smásölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki ætla ég að segja til um það hvort Valhallarmenn eru með eða á móti Baugi. Þeir eru örugglega margir viðskiptamenn.
Frelsið á að takmarkast við það að það skerði ekki réttmætt frelsi annarra. Það er viðurkennt að hinn frjálsi markaður er ekki gallalaus. Ég held að flestir séu búnir að hafna þeirri kenningu að hann geti alveg séð um sig sjálfur. Þessir gallar á markaðnum eru stundum nefndir markaðsbrestir. Fyrirtæki á markaði eru hákarlar sem geta orðið hættulegir ef þeir verða of stórir. Til að berja í þessa bresti þá höfum við samkeppniseftirlit, bankaeftirlit og fleiri stofnanir. Við höfum einnig nýlega sett reglur um styrki til stjórnmálaflokka sem takmarka mögleika á því að kaupa sér ráðamenn.
Svo er einnig sá möguleik að stjórnmálamennirnir séu spilltir nú þegar og þeir séu að ganga erinda manna sem hafa hag af því að veldi Baugs minnki. Þessu hefur verið haldið fram en um það get ég ekkert sagt því ég er ekki inn í þeim kjarna sem þú vísar til sem Valhallarmanna.
Jón Sigurgeirsson , 6.6.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.