8.7.2007 | 12:09
Landbúnaður
Hvað á fornaldarlandbúnaður okkar Íslendinga stóran þátt í þessu háa verði á BigMac? Vonir okkar um nútímavæðingu landbúnaðarins með nýjum ráðherra eru að breytast í vonbrigði og ekki að vænta lækkunar matarverðs fyrir Íslendinga meðan framsóknararmur Sjálfstæðisflokksins er við stjórn. Þjóð sem vinnur lengstan vinnudag og er með hlutfallslega flestar konur úti á vinnumarkaðnum ætti að njóta þeirra forréttinda að kaupa ódýran tilbúinn mat en því er alveg öfugt farið meðan forsjárhyggja og neyslustýring ríður húsum í Valhöll.
Íslenska krónan ofmetnasta myntin samkvæmt Bic Mac vísitölunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skelfilega eruð þið vitlausir ef að þið haldið að þessi 30gr af hakki sem að eru á á þessum óþvera hleypi verðinu svona upp!!!!!
Hafið þið aldrei heirt um ávöxtunarkröfu eiganda eða hluthafa!!!!
Ég efast um að rekstraraðilar Mac Donalds á Íslandi lepji dauðann úr skel
Magnús Þór Snorrason, 8.7.2007 kl. 19:19
Þetta er meira en 30 grömm og svo er líka ostur, grænmeti ofl. Reyndar lifa eigendur McDonalds langt frá hungurmörkum en málið er að "Horizontal" og neytendur hafa ekkert skjól. Þetta er spurning um hvað fólkið í landinu þarf að greiða miklu meira fyrir matvörur vegna staðsetningar eyjunnar en aðrir á meginlandi Evrópu ekki hvað hentar fáum bændum. Matur á ekki að vera munaður á 21. öldinni heldur nauðsyn. Þegar ég kaupi laxveiðileyfi borga ég ekki virðisaukaskatt en þurfi börnin mín lyf þá leggst virðisaukaskattur af fullum þunga á lyfin. Þetta einfalda dæmi útskýrir brenglaða forgangsröð forsjárhyggjunnar sem ekki sér fyrir endann á.
K Zeta, 8.7.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.