Hvað er nýtt?

DrugPrice

Þessi umræða um lyfjaverð er ekki ný af nálinni og skrítið hversu lengi menn og konur hafa verið að komast að því að það er vegna úreltrar löggjafar sem ekki er hægt að versla ódýr lyf inní landið.  Hvað ætti svo stofnun einsog lyfjastofnun að finna út sem frændur okkar Svíar væru ekki löngu búnir að finna út með ný eða gömul lyf.  Hver man ekki eftir umfjöllun fyrir rúmu ára um verð á hjartamagnýl sem kostar 10- 20 sinnum meira hérna en erlendis?  Hefði maður ætlað að í framhaldi af slíkum staðreyndum þá færi sá her manna og kvenna sem vinna hjá Heilbrigðisráðuneytinu að skoða þessi má af Heilbrigðri Skynsemi en það er öðru nær.  Ekkert gerðist frekar en í umræðunni um hátt matarverð enda sami flokkur við völd í báðum ráðuneytum þá, forræðishyggja og neyslustýring:  Áfram Fornöld!

Núna getur fólk spurt sig hvers vegna þurfum við að halda úti dýru lyfjaeftirliti frekar en eftirliti með öðrum læknisvörum, t.d. hjartagangráðum, æðastoðnetum eða hjartalokum þar sem einfalt CE er látið duga hér einsog annars staðar Vestur - Evrópu.  Því miður hefur fólkið í heilbrigðisráðuneytinu ekki verið að vinna vinnuna sína og ekki að vænta skynsamlegrar lausnar úr þeirri áttinni nema nýr ráðherra þess ráðuneytis fari að ráða til sín hæfa ráðgjafa.


mbl.is Heimila ætti innflutning norrænna lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála...

Ekki vil ég þurfa að borga okurverð í nafni þess að vernda "heimsku þegnana". Finnst sjálfsagt að lyfjamarkaður verði gerður fjáls eins og flest annað.

Finnst sorglegt að í umræðunni hefur oftast verið stungið upp á því að ríkið fari aftur að flytja inn lyf, efast um að slíkt stökk aftur í tímann sé einhver töfralausn. Ég hef meiri trú á auknu frelsi, sama hvort það tengist lyfjum eða leigubílum.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband