3.9.2007 | 16:10
Fjölgum myndavélum?
Núna þarf bara að fjölga myndavélum í miðbæ Reykjavíkur svo hægt sé að skoða atburði helgarinnar á mánudagsmorgni. Hin leiðin er svo að fá fólk sem kann, til að skipuleggja löggæsluna og hafa lögreglumenn á staðnum þar sem vænta má ofbeldis og kannski koma í veg fyrir ólæti. Hvernig er svona gert erlendis? Varla með því að fjölga myndavélum eða bílum í næsta nágrenni við staðina þar sem óláta er að vænta heldur í miðju samkomunnar, með fjölda og styrk.
Tíu líkamsárásir tilkynntar til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.