Nýr forseti

Úr því Alan Greenspan spáir Hillary sigri í næstu kosningum þá er líklegt að svo verði.  Ekki slæmt að fá þessi greindu hjón í Hvíta Húsið til að þrífa til eftir Bush bæði heima og heiman.  Samt verður fólk að vera sjálfu sér samkvæmt í allri gagnrýni á Bush og þá sérstaklega er varðar Írak og eftirmála þeirrar innrasar því hinn frjálsi heimur verður að takast fyrr en síðar á uppgangi öfga Múslima líkt og gert var í Normandí 1944.  Held að vinstri klíkan hérna heima verði að skoða málin í víðara samhengi og þá sérstaklega með hliðsjón af rétti kvenna, hvernig þessum öfgahópum trúarofstækis verðu mætt.  Þarna er Bush ekki að gera tóma vitleysu og sagan verður að dæma betur um það síðar.
mbl.is Hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband