30.10.2007 | 18:16
Íslenskan her
Ég held að við ættum að stofna alvöru vopnasveitir með landher, flugher og sjóher. Þetta myndi skapa kringum 2000 ný störf með fjórföldum "spin- off" áhrifum, samtals 10.000 ný störf. Ef við hagræddum í landbúnað og lækkuðum matvælaverð samtímis myndi losna um álíka mörg störf og skapast við að kom upp íslenskum her svo þensluáhrifin yrðu öfug því fólk þyrfti á minni peningum að halda til að kaupa nauðsynjar og þyrfti því síður að taka lán sem síðan myndi lækka vexti og verðbólgu í kjölfarið. Vandræðaunglingar fyndu bás sinn í herþjónustu og lærðu til handverka og að hlýða aga svo fangelsisstofnunum mætti loka innan fárra ára þar sem tilvonandi fangar væru á heræfingum eða að berjast með her BNA í austurlöndum nær og fjær. Flókinn og fjölmennur félagsfræðipakki þjóðarinnar drægist saman í margfeldi við fækkun glæpa og jafnvægi kæmist á vinnumarkaðinn og erlent vinnuafl því óþarft og skriffinnska sem því utanumhaldi fylgir og enn erum við að græða vinnuafl. Yfir hernum myndi ég svo gera Björn Bjarnason að Yfirhershöfðingja sem síðan myndi skipuleggja skrúðgöngur allra deilda niður Laugaveginn í upphafi hverrar árstíðar.
Bandaríkin eyða á þriðja þúsund milljarða króna í leyniþjónustu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jaaaaaaa
Eg styd thetta hundradfallt
Tryggvi Hjaltason, 30.10.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.