Prófessorsstaða laus?

 

Verður Prófessorinn ekki að skoða sín mál sem fræðimaður æðstu menntastofnunar landsins?  Ekki svo að skilja að Háskólinn verði betra fræðisetur ef Hannes segði af sér en við verðum að að vanda okkur í skilaboðum til unga fólksins sem á að taka við landinu.  Með svona dóm á bakinu frammi áhrifagjörnum nemendum er ekki það skattborgarar þessa lands eiga skilið né ættu að þurfa að sætta sig við.


mbl.is Höfundarréttur tekinn alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann verður nú að hafa vinnu til að greiða skuld sína. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: K Zeta

Nóbelskáldið hefur verið þyrnir í augum "Kalda Stríðs" fólks og afkomendum þeirra enda gekk Halldór erinda alræðishyggjunnar.  Hvort það gefi rétt á lögbroti er svo annað sem hver verður að eiga við sína betri vitund.

K Zeta, 13.3.2008 kl. 22:53

3 identicon

Hvernig ætlar HÍ að verða einn af 100 bestu háskólum í heiminum með prófessor innanborðs sem er dæmdur ritþjófur? Ég veit um nemenda sem var tekinn á teppið fyrir álíka ritþjófnað og nú eru fréttir um, og það átti að reka hann úr skólanum. Hann gat grátið sig inn þannig að hann fékk einn séns. En sýnu alvarlegra tel ég það vera að prófessor skuli vera dæmdur fyrir ritstuld og heldur síðan áfram að kenna sín fræði eins og ekkert sé. Eða hvað?

Valsól (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hin pólitísku öfl eru sterk á Íslandi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 07:39

5 Smámynd: Evil monkey

Ætli það væri nokkuð hægt að gera í því jafnvel þótt HÍ vildi... prófessorar eru æviráðnir...

Evil monkey, 14.3.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband