Teljum afglöp Davíðs

clown.jpg

Af hverju gerir ekki einhver sagnfræðingur birgðaskráningu á atburðum sem hafa komið upp kringum Davíð frá því hann kom í embætti?  Það fyrsta sem ég man eftir var að hann ætlaði að setja upp sorphreinsistöð uppí Árbæ og kallaði Árbæinga sveitalubba þegar þeir mótmæltu.  Svo hætti Davíð við allt saman þegar hann sá að KókaKólaverksmiðja var við hliðina á ætlaðri sorpeyðingastöð og gosdrykkjarframleiðandinn hótaði að flytja starfsemina.  Á milli öskuhauganna í Árbæ og eldsins sem Davíð hefur kveik í Íslensku efnahagslífi er langur listi uppátækja og deilna sem þjóðin á skilið að sjá.


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér, það ætti einhver góður penni að taka saman afglöpin og smjörklýpurnar sem þessi maður hefur klínt yfir þessa þjóð. Í mínum huga er hann landráðamaður, þessi einstaklingur hefur tekið sína hagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, það er = landráð. Þessi maður ásamt fleirum úr Sjálfstæðisflokknum hafa gert allt til að halda handónýtum gjaldmiðli í landinu, hvað sem það kostar, þrátt fyrir kostnaðinn sem þjóðin, fólkið í landinu þarf að borga fyrir það. Það kostar okkur engna smá pening að halda þessu handónýta rusli sem krónan er. Sjáið bara til, þegar þetta krónu ræksni verður sett á flot þá mun hún hrynja lengra niður en nokkurn mann óraði fyrir. Allt vegna eins manns og persónudýrkunar á honum, þurfum við hin að borga reikninginn.

Valsól (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband