26.2.2009 | 17:42
Upplýsingar eru slæmar
Maður þarf að fá áfallahjálp eftir að hlusta á menn einsog Sigurð Kára, að upplýsingar og aðvaranir um efnahagsmál séu af hinu vonda, betra að ganga fjallið með bundið fyrir augun og detta þegar komið er framá hengiflugið, guð minn góður, þetta eru þingmenn með próf úr Háskóla Íslands? Er þetta fólk ennþá á bleiku skýi þrátt fyrir allt? Hvað er þetta fólk að gera ennþá á þingi? Hvernig þessi hjarðdýr hlaupa undir bagga með sínum fyrrverandi formanni í algerri málefnaleysu segir allt sem segja þarf of ábyrgðartilfinningu og raunsæi þessara manna og kvenna. Eigum við enga rúmlega normalgreinda menn í Sjálfstæðisflokknum, hægri menn sem eru ekki á eigin forsendum í flokknum eða sem ekki voru annaðhvort þingmenn, ráðherrar eða aðstoðarmenn ráðherra þegar samfélagið var keyrt í þrot með röð heimskulegra ákvarðana og raunveruleikafirringar? Er engin nýliðun af hæfu fólki?
Gæti kollvarpað fjármálalífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.