The right to Bear Arms

Það á ekki að banna fólki að eiga byssur eða geta keypt vín í mjólkurbúðum eða á bensínstöðvum.  Ég vona bara að Sigurður Kári fari að beita sér fyrir því að fólk geti eignast skammbyssur líkt og almenningur í Suðurríkjum Bandaríkjanna og hafa allt eftirlit í lágmarki.
mbl.is Blóðbað í Alabama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Að geta keypt sér bjórdós úti í búð eða geta keypt sér skammbyssu er ekki alveg það sama. Reyndar er það bara mitt álit. Kannski þér og Sigurði Kára þyki það vera sami hlutur.

Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 09:19

2 identicon

Frelsi yfir öryggi. Ef þér líkar það ekki, ekki flytja þangað.

Palli (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/03/11/10_nemendur_letust_i_skotaras/

Á sama tíma og þetta gerist í Alabama eru 10 manns drepnir í Þýskalandi, hvar skotvopnalöggjöfin er öllu strangari en í BNA.

Enda skipta lög um skotvopn litlu máli í þessu, flest svona voðaverk eru framin með ólöglegum eða illa fengnum skotvopnum. Sjá t.d. í Ástralíu, hvar ofbeldisverkum og byssuglæpum fjölgaði stórlega þegar skammbyssur voru gerðar ólöglegar og reglur um önnur skotvopn voru þrengdar verulega. Allt í einu átti löghlýðna fólkið engin vopn til að verja sig með, bara glæpamenn.

En að líkja saman bjór í búðum og skammbyssum  - ekki í lagi.

Ingvar Valgeirsson, 11.3.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Sammála Ingvari.

Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 11:02

5 identicon

svo þeir drepa bara í kippum í Alabama, ekki einn í einu eins og kálhausarnir.

MM (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:15

6 identicon

Það er auðvelt að vera hlynntur banni á skotvopnum í landi þar sem enginn kemst í skotvopn hvort sem er. Hér er enginn her, lögreglan er ekki vopnuð og það eru ekki hríðskotabyssur í umferð á meðal fíkniefnasala og handrukkara. Landið er einangrað og auðvelt er að fylgjast með smygli miðað við nánast öll önnur lönd.

Þó það meiki sens að banna byssur hérlendis af þessum sökum, þá meikar það ekkert sens á stað eins og Alabama. Byssurnar eru þegar í umferð og verða ekki stöðvaðar, og eina sem gerist með byssubanni á svona stað er að heiðvirt og löghlýðið fólk hættir að ganga með byssur sem annars myndu stöðva svona berserksgang á engri stundu. Þegar 99% fólksins er óvopnað þarf ekki nema 1% að einfaldlega brjóta lögin og kaupa sér byssu (sem er ekkert mál á stað eins og Alabama, sama hvað hverjum finnst um það) og skjóta helling af fólki. 99% fólksins sem myndu stoppa hann undir eins geta ekkert gert því það er heiðvirða, löghlýðna fólkið.

En eins og ég segi, hérlendis eru allt aðrar kringumstæður því hér er ekkert mál að stöðva byssur og enginn iðnaður eins og her að framleiða og flytja inn byssur í stórum stíl, þannig að hérlendis er voðalega auðvelt að finnast þetta afskaplega asnalegt í Bandaríkjunum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:39

7 identicon

Sælir,

  Hrikalegt að heyra þetta. Ég heyrði af einhverri skotárás þar sem 10 létust þegar ég vaknaði við morgunfréttirnar(hélt að það væri í USA). Síðan heyri ég að 10 fórust í Þýskalandi í skotárás, hélt þá að mig hafði misheyrst, en svo virðist sem það hafi ekki verið.

   Málið er einfalt í sjálfu sér. Ég held að Bandaríkjamenn myndu gefa mikið til að fækka byssuglæpum hjá sér, eins og aðrar þjóðir, málið er bara að byssuiðnaðurinn, og hugmyndafræðileg tengsl byssunar, sem slíkrar, við frelsi, er mikið í Bandaríkjunum.

   Við búum hér og allur samanburður við USA mjög hæpinn. Þegar ég bjó í Texas(líklega eins annars staðar) þá er ákv. virðing borinn fyrir því að hafa byssur til að verja sig. Þetta er nánast "last line of defence" fyrir passasama borgara. Statistíkinn sýnir hins vegar að þeir sem mæta ofbeldismönnum með byssur er líklegri til að deyja en hinir. 

   Sumir segja að ofbeldismenn munu alltaf verða sér úti um byssur, alveg sama hvað löggjöfin er ströng. Það er eflaust satt, en það er samt ekki hægt annað  en að horfast í augu við það að færri byssur þýða einfaldlega færri manndráp. Það er ofureinfalt.

  T.d. að segja að þrenging á byssueign í Ástralíu hafi leitt í för með sér að borgarar hafi ekki getað varið sig, er svo dæmigerð rökvilla hjá þeim sem eru á móti strangari byssulöggjöf. Það er svo létt að höfða til tilfinninga fólks, með svona bull rökum. Það er bara spurning hvort sá sem setur þau fram hafi verið fórnarlamb þessara bullraka hjá einhverjum öðrum

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:00

8 identicon

Ég hefði gaman af að sjá þessa statistík, alveg fordómalaust. En reyndar myndi ég búast við því að vopnaðir væru líklegri til að deyja í skotárás vegna þess að þeir eru líklegri til að berjast á móti í stað þess að flýja.

Og færri byssur þýða ekki einfaldlega færri manndráp.

Að rökin *gegn* byssubanni höfði til tilfinninga finnst mér vægast sagt undarlegt. Tilfinningarnar segja mér tvímælalaust að best væri að einfaldlega banna byssur, en á meðan það er skipulagður byssuiðnaður vegna hersins og vopnaðrar lögreglu, þá munu glæpamenn einfaldlega brjóta lögin! Byssumorðingjar eru reiðubúnir til að drepa, hvers vegna í ósköpunum ættu þeir að fara eftir lögum um byssueign? Það er ekkert mál og verður aldrei neitt mál að redda sér byssu á þessum stöðum, og það er ekki vegna löggjafarinnar heldur vegna hers, vopnaðrar lögreglu og þeirrar staðreyndir að byssur eru þegar útbreiddar á meðal almennings. Þær hverfa ekki bara og glæpamenn láta þær ekki einfaldlega af hendi við það að þær séu bannaðar.

Annars veit ég ekki hvers vegna við ættum svosem að rífast um þetta, þar sem við erum blessunarlega laus við byssur hérlendis. ;) En það er líka ástæðan fyrir því að ég vil aldrei sjá íslenska lögreglumenn með byssur, því það mun opna fyrir gríðarlegt smygl.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:08

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Vín í búðum & skammbyssur eiga ekkert sameiginlegt.

Ingvar: "...í Ástralíu, hvar ofbeldisverkum og byssuglæpum fjölgaði stórlega þegar skammbyssur voru gerðar ólöglegar...fólk hafði ekki vopn að verja sig með, aðeins glæpamenn..." - Tenging þessara tveggja hluta er mjög vafasöm. Glæpamenn verða ekki byssuglaðari vegna þess að fólk hefur færri vopn. Þeir skjóta frekar fólk sem er vopnað. Það tekur tíma að fækka þessum vopnum í umferð. Fjölgun glæpa getur stafað af afskaplega mörgum þáttum eins og t.d. versnandi efnahagsástand (veit ekki hvort það spilaði inn í). Hér í Georgíu hefur glæpum fjölgað mikið síðan þrengja fór að.

Annars eru margir ungir lögreglumenn sem liggja nánast á bæn fyrir því að gerð verði árás á lögreglu með skotvopnum því þá langar svo að bera skammbyssur. Það væri þvílík fáviska að það nær ekki nokkurri átt. Þeir sem eru eldri sjá rökvilluna á bak við slíka kúrekapælingu þannig að á því verður bið. Sennilega mun þó verða mikill þrýstingur þegar einhver lithái grípur kalasnikoffinn sem hann flutti inn með amfetamínsendingunni og plaffar einhverja götulögguna, því það er möguleiki á að það gerist einhvern daginn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.3.2009 kl. 12:43

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Annars var bloggurinn skemmtilegur hjá þér Krilli :) hefðir bara mátt sleppa áfenginu úr þessu því ef þú hefur séð stórmarkaði hér í Bandaríkjunum með bjór og léttvín, þá sérðu glögglega hvað þetta er asnalegt að banna þetta.

Spennan fyrir áfenginu er lítil sem engin hjá unga fólkinu. Það er þarna bara og unglingadrykkja mun verri í þeim löndum þar sem löggjöfin er strangari.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.3.2009 kl. 12:45

11 identicon

Sælir,

  Já, það er líklega tilgangslaust að vera ræða þetta hérna á Fróni, sem betur fer.

  Kannski á Íslandi er erfitt að beita þessum tilfinningarökum, en í Bandaríkjunum er einfaldlega gríðarlega mikil virðing borinn fyrir eignarréttindum(reyndar ekki eins mikil og hérna á Íslandi sbr. ýmis úrræði í fjármálakreppunn). Ég man eftir einu máli í Louisana fyrir nokkrum árum, þegar japanskur skiptinemi var skotinn til bana á heimreiðinni hjá byssumanninum, en hann hafði farið húsavillt, þegar hann var á leið í Halloween party. Málsatvik voru mjög ljós. Hann sagði "freeze", hann skildi hann ekki, en var skotinn nokkrum skotum í búkinn.  Vinur hins látna var með honum.

   Byssumaðurinn var sýknaður af manndrápsákæru. Hvort sem mönnum líkar það eða ekki, þá er þessi réttur manna í USA til að verjast "ofbeldismönnum" gríðarlega sterkur. Þetta er sérstaklega hættuleg blanda. Ég er viss um að bara svona tilvik kosti einhver þúsund mannslíf á ári í Bandaríkjunum, þó að eflaust séu menn sakfelldir í mörgum svona tilvika.   

  Málið er hins vegar að þetta mál er gríðarlega pólitískt í USA, sem er náttúrulega bagalegt.  Það má margt gott segja um Bandaríkin, en þeir gætu svo auðveldlega gert þetta ríki sitt svo miklu betra.  

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:51

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Rúnar - "fólk hafði ekki vopn að verja sig með, aðeins glæpamenn..." - Tenging þessara tveggja hluta er mjög vafasöm. Glæpamenn verða ekki byssuglaðari vegna þess að fólk hefur færri vopn. Þeir skjóta frekar fólk sem er vopnað."

Ekki veit ég hvaðan þú hefur þetta, en glæpamenn velja að sjálfsögðu "path of least resistance". Ég sé ekki fyrir mér að glæpamenn brjótist frekar inn í hús að ræna og rupla ef þeir vita að þar séu húsráðendur vopnaðir og líklegir til að geta varist en ef þeir eru það ekki.

Ástæðan fyrir því að þú heldur að glæpónar ráðist frekar á vopnað fólk er augljóslega sú að innbirðis átök glæpamanna eru ageng og kosta oft mannslíf. Hversu mörg lögleg skotvopn ætli séu þá í gangi?

Annars var, einso gég benti á hér að ofan, önnur ákaflega sorgleg skotárás annarsstaðar. Ætlar bloggarinn þá ekki að úthúða Þýskalandi?

Ingvar Valgeirsson, 11.3.2009 kl. 14:01

13 Smámynd: K Zeta

Ég er nú að vera kaldhæðinn, bjó útí bandaríkjunum þar sem fólk vildi hafa vín og bjór í sérbúðum og reyndi einsog það gat að koma stjórn á aðgengi að hvorutveggja byssum og bjór. Ekki auðvelt í þessu forna ríki frelsis en að gerast hægt í öfuga átt við okkur. Það deyja fleiri af völdum ölvunaraksturs heldur en af skotvopnum í bandaríkjunum. Það er nánast í sama hlutfalli og auðvelt aðgengi að áfengi. Læri nú þingmenn hægri flokkana tölfræði og "common sense" og þá er fólk ekki að spá í þessu. Vín er ekki fáanlegt í öllum fylkjum einsog Sigurður Kári vill hafa á Selfossi. Kanar eru frekar að fara í áttina til okkar heldur en í sömu átt og Sigurður Kári. Skálum fyrir því!

K Zeta, 11.3.2009 kl. 14:17

14 identicon

Ástæðan fyrir því að brotum tengdum skotvopnum fjölgaði í Ástralíu er af þeirri einföldu ástæðu að fullt af hlutum sem einu sinni voru löglegir urðu allt í einu ólöglegir.

Fjölgun á brotum er bara tölfræði frá lögreglu sem byggist á því hve mörg mál þeir fá upp á borð til sín og hvað mörgum þeir hafa afskipti af. Þegar hlutir eru gerðir ólöglegir þá fjölgar brotum í þeim málaflokki, líka þegar eftirlit er aukið(það nást fleiri). Fjölgun umferðalagabrota er t.d. í langflestum tilvikum merki um aukið eftirlit. Tölur um afbrot segja manni ekki rassgat, svo einfalt er það. Byssuóðir Bandaríkjamenn nota svona tölur meðal annars til að blekkja fólk til að halda að byssur komi í veg fyrir glæpi. Það er svona svipuð lógík og að afnema lög fækki glæpum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband