Höldum áfram, hættum að Carnival'ast

David Oddson

Hvaða skoðun hafa þeir sem komu þjóðinni í þetta klandur, sbr. annar ritstjóri þessa blaðs?  Hefur fólk enga sómatilfinningu gagnvart landinu sem fólkið treysti því til að stjórna?  Það er þvílík Carnival stemming í Valhöll þar sem hver höndin er uppá móti hverri annarri, engin raunhæf úrræði sýnd og trúverðugleikinn hjá formanni og varaformanni ekki mikill því þetta fólk sat í efstu sætum þegar ráðabrugg um þjóðargjaldþrot var blandað.  Það þarf að hleypa nýju fólki inn sem sér útfyrir klíkuskap og vinatengsl núverandi stjórnar Sjálfstæðisflokksins og kemur með raunhæfar hugmyndir svo sporna megi við frekari þjóðarnýtingu Íslands.  Það sárvantar fólk með hagfræðiþekkingu og heilindi inní raðir hægri manna og líklega sálfræðinga til þess að afhjaravæða hugmyndafræði Sjálfstæðisflokkinn.  Sjá sjálfstæðismenn ekki brýna nauðsyn þess að höggva á hnútinn með Icesave og halda áfram að koma hjólum atvinnulífsins í gang?  Snýst þetta bara um að komast í þægilegt sæti fyrir sig og sína, ekki að stýra landinu?


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband