1.5.2007 | 13:07
Nauðsynlegt fyrir ferðamenn
Eru 500 milljónir mikið eða lítið? Hvernig getur maður myndað sér skoðanir á því hvað þetta ætti eða mætti kosta? Sýnist þetta vera svipað og hallinn á RÚV árlega sem ekkert verður er gert útaf. Vonandi gera menn þessa ferju af myndaskap og metnaði því Grímsey er framtíðar ferðamannaparadís.
Kostnaður við breytingar á Grímseyjarfjerju yfir 500 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 23:22
Að vinna vinnuna sína
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.5.2007 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 23:08
Neita að tala við fréttamenn
Þegar við, þjóðin, kjósum fólk til að gegna fulltrúastarfi fyrir okkur, þjóðina, getum við þá ekki krafist að fulltrúar okkar, þingmenn og skipaðir embættismenn, geti ekki undanskilið sig frá viðtali við fréttamenn hafi málið eitthvert erindi við okkur, þjóðina? Gæti stjórnarmaður í stóru fyrirtæki neitað að tala við hluthafa síns fyrirtækis um mál er varða rekstur félagsins, ákvarðanir eða annað? Framkoma Jónínu við fréttamann Sjónvarpsins var hrokafull og drambsöm. Ætla mætti að Helgi bæri ábyrgð á því að núna væri komið upp mál sem engan varðaði og alþingi þjóðarinnar væri vettvangur sérhagsmuna Framsóknarmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 13:30
Hlutföll segja ekki allt
Danskir lögreglumenn byssuglaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007 | 22:35
Framsókn á fullu
Ber er hver að baki nema Jónínu sér eigi!
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 11:36
Hafa ekki áhyggjur
Danir eru svona hamingjusamir af því að helstu verslanir hjá þeim eru í eigu íslendinga. Núna þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af flóknum verslunar- og flugrekstri því Íslendingarnir gera þetta fyrir þá og þeir geta hugsað um stuttan vinnudag, bjór og sígarettur meðan þeir hlusta og horfa á Bang & Olsen græjurnar sínar.
Danir hamingjusamasta þjóðin í Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 11:00
Kunna þetta ekki heldur
Flugeldur lenti á gestum í Tívolí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 15:14
Þurfa að þrífa eftir sig
Tvær milljónir Íraka hafa flúið land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 14:09
Útskrifa fleiri
Hvers vegna þarf þjóðin að hlusta á þessar fyrirsagnir um skort á hjúkrunarfræðingum ár eftir ár? Hvað er þjóðin að útskrifa margar hjúkkur miðað við strjórnmálafræðinga? Í hvaða fagi eru hjúkrunarfræðinemar felldir? Hvar er sían? Hvers vegna er starfið ekki eftirsóknarverðara? Eru laun í samræmi við ábyrgð?
Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2007 | 14:04
Varalið lögreglunnar
Áður en Björn Bjarnason kemur á þessu 300 manna varaliði lögreglunnar er vert að hugleiða hvernig nýtingin sé á því lögregluliði sem við búum við. Getur verið að á Íslandi séu fleiri lögreglumenn á hvert mannsbarn en tíðkast annars staðar og glæpir þeir lægstu sem mælast innan OECD? Hvernig væri þá að fara að mæla afköst lögreglunnar einsog hún starfar í dag og reyna að fara betur með almannafé eða þá að nota peningana í eitthvað annað. Mér þætti gaman að heyra frá einhverjum sem þekkir þessar tölur og getur tjáð sig um hvort við séum að slá heimsmet í lögregluliði á sama tíma og við eigum heimsmet í lágum glæpum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)