Neita að tala við fréttamenn

Þegar við, þjóðin, kjósum fólk til að gegna fulltrúastarfi fyrir okkur, þjóðina, getum við þá ekki krafist að fulltrúar okkar, þingmenn og skipaðir embættismenn, geti ekki undanskilið sig frá viðtali við fréttamenn hafi málið eitthvert erindi við okkur, þjóðina?  Gæti stjórnarmaður í stóru fyrirtæki neitað að tala við hluthafa síns fyrirtækis um mál er varða rekstur félagsins, ákvarðanir eða annað?  Framkoma Jónínu við fréttamann Sjónvarpsins var hrokafull og drambsöm.  Ætla mætti að Helgi bæri ábyrgð á því að núna væri komið upp mál sem engan varðaði og alþingi þjóðarinnar væri vettvangur sérhagsmuna Framsóknarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Það fólk sem kaus eitthvað fólk til að gegna fulltrúastarfi fyrir sig á kannski kröfu á því en það var líka stór hópur fólk sem gat ekki hugsað sér að kjósa neitt af þessu fólki.

Vilborg Eggertsdóttir, 30.4.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: K Zeta

Það er aðeins eitt verra en hrokafullur embættismaður, það er hrokafullur heimskur embættismaður.  Við sem ráðum þetta fólk til að vinna fyrir þjóðina eigum að gera meiri kröfur til þessa fólks sem sinnir embættis og opinberum störfum svo ekki sé möguleiki fyrir þá tegund sem að ofan er nefnd.  Í allri umræðunni hérna heima tölum við um opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa einog eitthvað sem okkur, þjóðinni, beri að hlýða og hlíta?  Málefnin dragast inní skoðanir hvað þessum og hinum "embættismanninum" finnst?  Okkur á að vera nákvæmlega sama hvað þeim finnst en sjá til þess að þeir vinni vinnuna sína ella losa þjóðina við þá.

K Zeta, 1.5.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband