14.9.2008 | 15:55
Exel og
Auðvitað er engin kreppa hérna á Íslandi heldur löngu tímabær leiðrétting á offari banka og sparisjóða, sérstaklega í óhugsuðum lánum til fasteigna, hvort sem er nýbygginga eða notaðs húsnæðis. Það verður að segjast sem er; hvernig í ósköpunum gat þrjúhundraðþúsund manna þjóð sem að stórum meirihluta býr og starfar kringum einn þéttbýliskjarna ekki lagt saman hvað hún er að veita í nýbyggingar og hver áætluð þörfin sé. Ég held að fólk í bönkum landsins mætti rifja upp reikniforritið Exel og skipunina "Sum (above)" Maður gerir minni kröfur til ábyrgðar sveitastjórnarmanna (saga Reykvíkinga undafarna mánuði kennir fólki það) sem þátt tóku í vitleysu bankanna og okruðu út lóðir hægi, vinstri, heldur en til "hagfræði"- lærðra bankastarfsmanna sem hafa keyrt hagkerfið útí tóma vitleysu. Það að hafa byggt íbúðir til rúmlega tveggja ára segir allt um gæði þeirrar vinnu sem bankarnir voru að inna af hendi að undarförnu. Það þarf ekki annarra vitna við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.