Færsluflokkur: Bloggar

Kjördagur

Núna verður Sjálfstæðisflokkurinn að velja sér annan samstarfsaðila í næstu ríkisstjórn en spurning hvort það verður Steingrímur eða Ingibjörg.  Kannski væri það vænlegt fyrir þjóðina að Geir og Ingibjörg færu saman því frávik í stefnu þeirra eru ekki mikil að frátöldu Evrópumálinu sem auðveldlega er hægt að stinga undir stól.  Efnahagsmálin eru þungmiðja þessarar kosninga því þjóðin hefur það mjög gott þó gera megi betur við þá sem minna mega sín en vextir og hátt vöruverð þarf að koma niður til að bæta kjör landsmanna.  Landbúnaðarkerfi þjóðarinnar er það dýrasta í heimi og ekki að skila þjóðinni því tilbaka sem í kerfið er lagt og líklega má nota peningana betur innan heilbrgðiskerfisins þ.e. ekki nota heilbrigðismál sem byggðarbót.  Framsækni íslenskra viðskiptamanna hlýtur að verðskulda meira umtal í samfélaginu en hún fær.  Krafturinn í hinum íslensku framtaksmönnum er afleiðing opnunar hagkerfisins og inngöngu okkar í EES sem flestir flokkar lögðust gegn á sínum tíma en hefur sýnt sig að var alveg hárrétt ákvörðun á sínum tíma.  Innganga okkar í Schengen er hinsvegar furðuleg því hvers vegna þarf eyland að vera í landamærabandalagi?  Svo fara vonandi hægrimenn innan sjálfstæðisflokksins að skoða vísitölubindingu lána svo hægara sé að stjórna þenslu í hagkerfinu, lóðaframboði þannig að lóðir lækki og að síðustu, stimpilgjöld sem halda fólki í gíslingu lánastofnana.  Annars held ég að það sé bjart framundan í íslensku þjóðfélagi og vonandi fer þjóðin að skilja hugtakið "Trade off"

Bannað hérna

Snus er alveg svakalega vanabindandi.  Ég hætti að reykja fyrir 10 árum og dreymi ennþá að ég sé að reykja og finnst lyktin í andyrum stofnana góð svo ekki sé talað um vindlalykt.  Ég vinn mikið með Svíum og annar hver þeirra er með bólgna efri vör og heilsa manni meðan þeir skrúfa lok af snusdós.  Ég hef oft fallið fyrir þessu og þarf að laga mig lengi á tyggjó hérna heima á eftir einungis fáa snuspúða.  Held að þetta sé ekki góð hugmynd en skil ekki af hverju hérlendir framtaksmenn hafa ekki opnað klíník sem hjálpar fólki að hætta að reykja, gegn sanngjörnu gjaldi að sjálfsögðu.


mbl.is Læknar hvetja tóbaksfíkla til að nota frekar snús en sígarettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Báknið Burt

Við íslendingar höfum afrekað það að hafa flesta starfsmenn ríkis og sveita innan OECD.  Vafalaust telja margir það ekki afrek sem hægt sé að stæra sig af því stefna fólksins sem meirihluti þjóðarinnar er að kjósa er "Báknið Burt"  Núna eru allir flokkar að lofa meiri eyðslu frekar en að reyna að skera niður ríkisbáknið og kannski vegna vinsælda þeirra sem vilja reka fyrirtækin úr landi sem borga hæstu launin og auka útgjöldin.  Held að fólk ætti að klára hagfræði 101 til að fá að sitja á þingi eitt kjörtímabil
mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærum af þessu

Það að hluti sundlaugar sem skólakrakkar sækja sé utan eftirlits öryggiskerfis er skelfileg staðreynd þegar auðveldlega er hægt að hafa eftirlit með hverjum fersentimetra hverrar laugar.  Hafi svona eftirlitskerfi verið hannað og samþykkt verðum við að spyrja okkur hvað verkfræðingum kerfisins hafi gengið til?  Getur sparnaður réttlætt svona slys því við vitum að videómyndavél kostar einsog nokkrir kexpakkar.
mbl.is Drengurinn var utan sjónsviðs eftirlitsmyndavéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð hvers?

Baugsmálið hefur vakið umræðu í öllum okkar nágrannalöndum og fréttamennskan í Skandinavíu ekki endilega jákvæð í garð íslenskra viðskiptamanna.  Framganga ríkisins í þessu máli er forkastanleg og ekki hægt að skilja hvers vegna yfirvöld hafa elt ólar við þetta mál svona langt.
mbl.is Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóta boðberann

Núna er reynt að færa umræðuna yfir á hvernig fréttamenn vinni vinnuna sína, ekki hvað okkar þjóðkjörnu fulltrúar eru að gera við valdið sem við veitum þeim með kosningu.  Kastljós á heiður skilið fyrir að elta þetta mál uppi og upplýsa þjóðina um hvernig kjörnir ráðamenn fari frjálslega með það vald sem "VIÐ" veitum  þeim.  Það að láta sér detta í hug að reyna að koma umræðunni um skjóta veitingu á ríkisborgararétti í þann farveg hvernig fréttamenn vinni sína vinnu staðfestir frekar hroka og drambsemi fólksins sem á að vera að vinna fyrir okkur en ekki sig og sína.  Vonandi launar þjóðin Framsókn uppskeruna í næstu viku í hlutfalli við afköst.

Hvernig getur einhver verið á móti svona þróun

Offita er eitt stærsta vandamál nútíma velmegunar og fari svo að þetta lyf hægi á þeirri þróun þá ættu menn og konur að fagna.  Hvernig fólki dettur í hug að tengja þetta við kynlífsiðnaðinn er mér mjög fjarlægt því við hljótum að reikna með því að séu konur hvatvísari heima þá minnki þörfin fyrir karlana að leita fyrir sér útí bæ.   Þetta lyf mun þannig stuðla að minnkandi eftirspurn fyrir klámiðnaðinn.


mbl.is Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgarður vítis

Ráð í tíma töluð enda líklega örtröð í forgarði Helvítis því flest börn sem deyja ekki kristin og þau sem deyja óskírð ansi mörg í aldanna rás.  Hverær byrjaði þetta að telja?  Áður en kirkjan var stofnuð og dugði þá að vita ekki um kristna trú til að sleppa frá forgarði Helvítis?


mbl.is Óskírð börn ekki lengur í forgarði vítis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltof strangir miðað við okkur

Þetta er nú aldeilis yfirgangur í fréttamönnum þarna úti að vera að skipta sér af svona lítilræði einsog að hækka kærustuna sína í launum sem hún hefur líklega átt skilið og enginn betur dómbær á það en Wolfowitz sem er kristinn og kirkjurækinn Repúblikani.  Það er eins gott að við leyfum ekki blaðamönnum Íslands að hnýsast í stórræði Framsóknarmanna þessa dagana því þá þyrftu margir að segja af sér.
mbl.is Talið að Wolfowitz hafi brotið siðareglur Alþjóðabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt fyrir ferðamenn

Eru 500 milljónir mikið eða lítið?  Hvernig getur maður myndað sér skoðanir á því hvað þetta ætti eða mætti kosta?  Sýnist þetta vera svipað og hallinn á RÚV árlega sem ekkert verður er gert útaf.  Vonandi gera menn þessa ferju af myndaskap og metnaði því Grímsey er framtíðar ferðamannaparadís.


mbl.is Kostnaður við breytingar á Grímseyjarfjerju yfir 500 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband