Dodge City

DodgeÉg held að það sé á ábyrgð starfsmanna Dómsmálaráðuneytisins að fara að upplýsa Björn um breytta heimsmynd og gæta þess að eyðslan í kringum lög- og strandgæslu fari ekki út fyrir alla þjófabálka.  Það mætti halda að við Íslendingar byggjum í Dodge City á miðri 19.öld og óaldarlýður æddi uppi með strandhögg og skothríð.  Getur einhver sagt mér hvers vegna Íslendingar þurfa hlutfallslega fleiri lögreglumenn en aðrar þjóðir meðan við höfum lægstu glæpatíðni innan OECD?  Til samanburðar þá eru framin 7 morð í bandaríkjunum á hverja 100þús. íbúa árlega sem jafngilti 21 morði hérlendis eða einu aðra hverja viku.  Reikni nú hver sem vill.  Er þessi della Björns Bjarna fyrir einkennisbúningum, vopnum, þyrlum og skipum ekki að kosta skattgreiðendur of mikið á meðan aðrir þarfir hlutir einsog nútíma hjartaþræðingartæki á Háskólasjúkrahúsið okkar er látið sitja á hakanum?  Kannski er landið of lítið og friðsamt fyrir getu Dómsmálaráðherra í þessum málaflokki en ég er alfarið á móti því að greiða hærri skatta til að kosta"Die Hard"-hugaróra Björns Bjarnasonar.


mbl.is Rafbyssur til reynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Stórar upphæðir í vopnakaup er almennt séð bruðl og della. Á meðan suma dreymir um tindátaleiki og ímynda sér allskonar ógnir vantar tæki á spítalana og þarf að safna fyrir þeim á einhverjum tombólum. Það vantar ókeypis barnaheimilavist og betri vistun fyrir aldraða. Þó fólkið sem vinni í þessum fögum sé duglegt og samviskusamt vantar betri aðbúnað í ýmsu. Ekki vopn.

Ólafur Þórðarson, 13.7.2007 kl. 00:51

2 identicon

Það er eðlilegt að á Ísland séu fleiri lögreglumenn á haus en annarstaðar. Það eru ekki alltaf nákvæmlega jafn margir lögreglumenn á vakt og það þarf að vera umframfjöldi til að gefa sveigjanleika. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að lögreglan hefur ekki getað sinnt venjulegum verkefnum vegna þess að einhver stór verkefni hafa verið í gangi (t.d heimsóknir fyrirmenna eða útihátíðir) og því ekki verið hægt að sinna eðlilegri löggæslu. Kunningi minn ætlaði einu sinni að flytja hús en þurfti að bíða eftir því að forseti Indlands væri farin frá landinu. Það hefur þekkst að önnur og mikilvægar löggæsluverkefni séu látin sitja á hakanum þegar stórir hlutir koma upp. Varalið lögreglu mun vonandi veita meiri sveigjanleika.

Rafmagnsvopn gætu vel verið góð hugmynd, fer eftir því hvernig men ætla að nota þau. Lögreglumenn erlendis sem bera byssur nota þær ekki við sömu aðstæður og úðavopn eða kylfur. Ef að skotvopnaburður lögreglumanna er í kortunum gæti þetta verið skynsamlegur valkostur. Með rafbyssu er hægt að yfirbuga mann með t.d hníf úr 10 metra fjarlægð og miklu minni líkur á að hann deyi en ef hann er skotinn. Rafmagnsvírar endurkastast heldur ekki og draga bara 10 metra sem gerir vopnið öruggara fyrir saklausa borgara.

Hvaða helvítis vitleysa er þetta með að við leggjum of mikið fé í öryggismál? Hefur það farið fram hjá fólki að við búum í hervæddum og ofbeldisfullum heimi? Eða þá að við erum aðilar að hernaðarbandalagi? Við verjum engu fé til varnarmála og litlu til annarra öryggismála. Ef eitthvað kemur upp á treystum við bara á að fá aðstoð fyrir ekkert. Hvernig heldur fólk að slík stefna líti út í augum bandamanna okkar? Þeir borga og ef til þess kemur blæðir þeim líka en Ísland þarf ekki að gera neitt. Hvað gerir Ísland svona sérstakt? Það minnsta sem við getum gert er að vera í stakk búin til að sjá um okkar eigin heimaöryggi á friðartímum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband